Nú styttist í að undirritaður hefji nám í leikstjórn við East 15 í Bretlandi. En af hverju leikstjórn og af hverju núna? Ég hef lengi haft áhuga á því að vinna við leikhús og þegar ég byrjaði í menntaskóla gekk ég strax í leikfélagið þar og tók svo seinna þátt í Stúdentaleikhúsinu á háskólaárunum. Ég reyndi meira að segja að komast inn í leiklistarskólann en það gekk ekki svo ég endaði í ensku við HÍ. Eftir háskólann datt ég út úr leiklistarstarfi en áhuginn fór samt aldrei alveg og svo fór að fyrir nokkrum árum fann ég að ég yrði að koma mér af stað aftur, skellti mér á leiklistarnámskeið hjá Leiklistarskóla LA og leikstjórnarnámskeið í Leiklistarskóla BÍL. Já og svo gekk ég meira að segja í Freyvangsleikhúsið og lék þar og leikstýrði. Eftir því sem leið á fann ég að leikstjórn var eitthvað sem mig langaði að kynnast meira og dýpra og ég fann að það togaði í mig að fara í leikstjórnarnám þannig að úr varð að ég sótti um í East 15 síðasta vor og viti menn, ég komst inn og er á leiðnni út í lok mánaðarins. Hvort að maður endi svo sem starfandi leikstjóri verður bara að koma í ljós en fyrst er að klára námið. Myndin sem fylgir færslunni er svo úr Leiklistarskóla BÍL þar sem ég tók námskeiðið Leikstjórn IV nú í sumar þar sem við skiptumst við á um að leikstýra hvert öðru á þessu litla sviði.
sunnudagur, 1. september 2024
Leikstjóri fæðist
Nú styttist í að undirritaður hefji nám í leikstjórn við East 15 í Bretlandi. En af hverju leikstjórn og af hverju núna? Ég hef lengi haft áhuga á því að vinna við leikhús og þegar ég byrjaði í menntaskóla gekk ég strax í leikfélagið þar og tók svo seinna þátt í Stúdentaleikhúsinu á háskólaárunum. Ég reyndi meira að segja að komast inn í leiklistarskólann en það gekk ekki svo ég endaði í ensku við HÍ. Eftir háskólann datt ég út úr leiklistarstarfi en áhuginn fór samt aldrei alveg og svo fór að fyrir nokkrum árum fann ég að ég yrði að koma mér af stað aftur, skellti mér á leiklistarnámskeið hjá Leiklistarskóla LA og leikstjórnarnámskeið í Leiklistarskóla BÍL. Já og svo gekk ég meira að segja í Freyvangsleikhúsið og lék þar og leikstýrði. Eftir því sem leið á fann ég að leikstjórn var eitthvað sem mig langaði að kynnast meira og dýpra og ég fann að það togaði í mig að fara í leikstjórnarnám þannig að úr varð að ég sótti um í East 15 síðasta vor og viti menn, ég komst inn og er á leiðnni út í lok mánaðarins. Hvort að maður endi svo sem starfandi leikstjóri verður bara að koma í ljós en fyrst er að klára námið. Myndin sem fylgir færslunni er svo úr Leiklistarskóla BÍL þar sem ég tók námskeiðið Leikstjórn IV nú í sumar þar sem við skiptumst við á um að leikstýra hvert öðru á þessu litla sviði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli