sunnudagur, 13. október 2024

Stanislavski - vika 1

 Þetta er búin að vera áhugaverð vika. Fyrsti dagurinn fór í fræðslu um nándarþjálfun, hvað hún er og hvenær hún er notuð. Kom kannski helst á óvart hvað þetta nær yfir margt, eins og t.d. efni sem er triggerandi.

Í framhaldi af því byrjaði þriðjudagurinn á að við fórum yfir samskiptareglur, gildi o.fl. í náminu. Síðan var farið í Stanislavsky og Vakhtangov, kennarinn byrjaði á smá fyrirlestri og svo var farið út á gólf í alls kyns æfingar og stuð.

Miðvikudagurinn fór í umræður um vinnu leikstjórans og hvernig við skilgreindum hana hvert og eitt.

Fimmtudagurinn var tileinkaður biomechanics og fór í alls kyns líkamlegar æfingar sem tóku verulega á. 

Föstudagurinn fór í alls kyns æfingar sem gengu út á líkamlega tjáningu, m.a. að stilla okkur upp eins og málverk og búa til sögu um uppstillinguna sem hin áttu að giska á.

Þetta er semsagt fyrsta vika af sex á námskeiði sem er kennt við Stanislavski og er að stórum hluta kennsla í leiktækni en endar á því að við leikstýrum stuttri senu.

laugardagur, 5. október 2024

Welcome Week



 

 Nýnemavikan fór í alls kyns fræðslu og viðburði. Bæði hagnýt atriði um skólann sjálfan og þjónustu við nemendur en líka hluti sem munu örugglega gagnast í framtíðinni. Við erum meðal annars búin að fá fræðslu um ómeðvitaða fordóma og jafnrétti, fjölbreytni og inngildingu sem er ágætis áminning um hluti sem þarf að passa sig á, bæði í náminu og líka þegar komið er út í bransann. Við fengum líka workshop með Rikki Beadle Blair, starfandi leikstjóra sem fór yfir sínar vinnuaðferðir og hluti sem geta komið upp, t.d. varðandi erfið samskipti og svo gerðum við nokkrar æfingar sem hann notar, bæði í upphitun og til að hjálpa leikurum ef eitthvað gengur treglega. Já og svo fóru allir mastersnemarnir í nokkurs konar óvissuferð einn daginn þar sem okkur var skipt í hópa sem fengu hver sína tilvitnun og fóru inn í London, hópurinn minn fór á Tate Modern, til að finna eitthvað sem minnti á tilvitnunina og vinna stutt atriði. Í lok dags hittust svo allir hóparnir fyrir framan National Theatre og sýndu atriðin. Í gærkvöldi sá ég svo útskriftarsýningu hjá konu á leikstjórnarbrautinni, held að leikararnir hafi líka verið úr skólanum.

Myndin er úr tímanum með Rikki Beadle Blair