laugardagur, 5. október 2024

Welcome Week



 

 Nýnemavikan fór í alls kyns fræðslu og viðburði. Bæði hagnýt atriði um skólann sjálfan og þjónustu við nemendur en líka hluti sem munu örugglega gagnast í framtíðinni. Við erum meðal annars búin að fá fræðslu um ómeðvitaða fordóma og jafnrétti, fjölbreytni og inngildingu sem er ágætis áminning um hluti sem þarf að passa sig á, bæði í náminu og líka þegar komið er út í bransann. Við fengum líka workshop með Rikki Beadle Blair, starfandi leikstjóra sem fór yfir sínar vinnuaðferðir og hluti sem geta komið upp, t.d. varðandi erfið samskipti og svo gerðum við nokkrar æfingar sem hann notar, bæði í upphitun og til að hjálpa leikurum ef eitthvað gengur treglega. Já og svo fóru allir mastersnemarnir í nokkurs konar óvissuferð einn daginn þar sem okkur var skipt í hópa sem fengu hver sína tilvitnun og fóru inn í London, hópurinn minn fór á Tate Modern, til að finna eitthvað sem minnti á tilvitnunina og vinna stutt atriði. Í lok dags hittust svo allir hóparnir fyrir framan National Theatre og sýndu atriðin. Í gærkvöldi sá ég svo útskriftarsýningu hjá konu á leikstjórnarbrautinni, held að leikararnir hafi líka verið úr skólanum.

Myndin er úr tímanum með Rikki Beadle Blair

Engin ummæli:

Skrifa ummæli