Þetta er búin að vera áhugaverð vika. Fyrsti dagurinn fór í fræðslu um nándarþjálfun, hvað hún er og hvenær hún er notuð. Kom kannski helst á óvart hvað þetta nær yfir margt, eins og t.d. efni sem er triggerandi.
Í framhaldi af því byrjaði þriðjudagurinn á að við fórum yfir samskiptareglur, gildi o.fl. í náminu. Síðan var farið í Stanislavsky og Vakhtangov, kennarinn byrjaði á smá fyrirlestri og svo var farið út á gólf í alls kyns æfingar og stuð.
Miðvikudagurinn fór í umræður um vinnu leikstjórans og hvernig við skilgreindum hana hvert og eitt.
Fimmtudagurinn var tileinkaður biomechanics og fór í alls kyns líkamlegar æfingar sem tóku verulega á.
Föstudagurinn fór í alls kyns æfingar sem gengu út á líkamlega tjáningu, m.a. að stilla okkur upp eins og málverk og búa til sögu um uppstillinguna sem hin áttu að giska á.
Þetta er semsagt fyrsta vika af sex á námskeiði sem er kennt við Stanislavski og er að stórum hluta kennsla í leiktækni en endar á því að við leikstýrum stuttri senu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli